
Þessi mynd sem er frá árinu 1967 er eftir Forman sama og gerði One Flew Over the Cuchoo's Nest. Myndin fjallar um veislu sem var haldin
til heiðurst slökkviliðstjóranum sem var að hætta. Honum til heiðurs átti að vera fegurðarsamkeppni. Húmorinn í myndinni er gengur útá
það að ekkert gengur upp. Sem dæmi þá eru mjög ófríðar stelpur sem fást í samkeppnina, vinningunum úr lottóinu sem haldið var á ballinu
stolið. Ásamt því þegar eldur kom uppí húsi þurftu þeir að nota snjó til að slökkva eldinn og svo framvegis. Sýningin byrjaði ekki vel þar sem
það vantaði textann við myndina sem er mjög slæmt þar sem myndin er gerð í Tékklandi. Stuttu síðar ver textinn settur á við mikinn fögnuð áhorfenda.
Burt séð frá því er svo sem hægt að hlægja af þessari mynd en er langt frá því að standauppúr. Þetta er mjög einfaldur húmor og á köflum
minna sum atriðin á misheppnuð Mr. bean atriði nema hjá Mr. bean heppnast það yfirleitt. Þó voru einhver atriði sem ég hló af.
Dæmi er þegar þeir eru að reyna draga keppendurna á svið gegn þeirra vilja.
Ég er ekki að segja að húmor myndarinnar sé endilega lélegur þegar litið er á heildina heldur frekar ætluð eldra fólki enda
var það sá hópur sem hló mest. Þannig ég mæli alveg með þessari mynd fyrir miðaldra fólk á meðan það yngra getur borðað sitt popp heima.