Thursday, October 1, 2009

Topp 5 listinn

A. Gladiator (2000)

B. Fight Club (1999)
C. The Dark Knight (2008)
D. American History X (1998)
E. Pulp Fiction (1994)

Ég vil byrja á að taka það fram að myndirnar eru ekki í neinni sérstakri röð. Þessi listi er ekki tæmandi en það verður víst að velja svo að þetta voru myndirnar sem mér datt fyrst í hug. Einnig má geta þess að þar sem þetta eru uppahalds myndirnar mínar er voða lítið fyrir mig að setja útá þannig þetta er meira um myndirnar og hvers vegna þær eru í uppahaldi.

A. Gladiator

Gladiator er Óskarsverðlaunamynd sem fjallar um hinn virta hershöfðingja, Maximus en hann er leikinn af Russel Crow en þess má geta að

hann fékk einmitt Óskarinn fyrir leik sinn í þessari mynd. Í svefni sínum er hann er svo yfirbugaður af þrælasölum, hann gerður að skylmingaþræl og þarf hann að berjast fyrir lífi sínu. Þessi mynd á svo sannarlega mitt hrós skilið. Spennandi og magnþrungin mynd með glæsilegum leik, brellum, söguþráð sviðsetningu og fleira. Eina sem ég gæti sett útá væri kannski frekar löng spjall-atriði á köflum, ekkert alvarlegt samt og það kemur mér ekki á óvart að hún hafi unnið Óskarinn fyrir kvikmynd ársins, besta leikara í aðalhlutverki, besta búningahönnun, hljóð og tæknibrellur.



B. Fight Club

Hún fjallar um mann að nafni Jack leikinn af Edward Norton en hann lendir í því að missa næstum allt saman. Seinna kynnist hann svo manni að nafni Tyler leikinn af Brad Pitt þar sem þeir lenda í slag og átta sig á því hversu mikil útrás það er og taka það að sér að stofna Félag sem stundar slagi en ekki er allt sem sýnist. Frábær hugmynd af söguþráð og frábærlega vel unnin. Hún hélt mér spenntum allan tíman þrátt fyrir að hafa horft á hana í ipod í fyrsta skiptið og er lítið sem ekkert sem klikkar. Góð mynd i alla staði





C. The Dark Knight

Er hún framhald af Batman begins sem hins vegar á ekkert í Dark Knight. Þetta skipti reynir á Batman eða Bruce Wayen að stoppa Jókerinn sem eins og flestir vita var leikinn af Heath Ledger að ná fram sínu illu brögðum. Þrátt fyrir að myndin sé frábær í alla staði, góð hugmynd, góðar brellur og spennandi mynd þá stendur leikur leikur Ledgersins uppúr og gerir myndina að því sem hún er, frábærri. Hann nær að heilla áhorfendurna úr skónum með sínu fyndna, brjálæðislega og ógnvekjandi yfirbragði á sama tíma. Mynd sem enginn má missa af.





D. American History X

Fjallar um dreng leikinn af Edward Norton sem stofnaði klíku og vilja þeir losa sig við ”útlendinga”. Hann er einn af þeim hörðustu og á ekkert erfitt með að drepa þá og meiða en þegar hann kemur úr fangelsi er hann breyttur maður og reynir að fá sína menn til þess að skipta um skoðun og þar á meðal litla bróðir sinn sem er orðinn mikill rasisti en það er orðið of seint. Þessi mynd á það sameiginlegt með hinum að maður er límdur við skjáinn allan tíman. Frábær og sannfærandi leikur enda klikkar ekki hann Norton og hjálpar það uppá sannfæringu myndarinnar. Ég hef heyrt frá sumum að endirinn sé ekki nógu góður (Bróðir hans deyr) en því er ég ekki sammála. Finnst hann ýta enn meira undir það sem myndin á að segja okkur og gerir hana bara áhrifaríkari fyrir vikið. Spennandi, magnþrungin og áhrifarík mynd sem nær til manns og er skylduáhorf.



E. Pulp Fiction (1994)


Glæsilega vel stýrð mynd eftir Quentin Tarantino og líklega hans besta. Einnig er handritið frábært og kvikmyndatakan klikkar ekki. Myndin er samansaft af glæstum leikurum og má þá helst nefna þá Travolta og Jackson sem og standa þeir flestir fyrir sínu. Þrátt fyrir að myndi standi í 2,5 tíma þá tekst þeim að halda mér spenntum allan tíman. Má segja að myndin sé samansafn af 5 sögum sem spinnast saman í eina heild og einnig er flakkað milli tíma en þrátt fyrir þetta er hún lítið sem ekkert ruglandi. Myndin fékk 7 tilnefningar til Óskarsverðlauna og átti það svo sannarlega skilið. Einnig er tónlistin mjög góð og mæli ég með að hlusta á hann. Bara nýlega var gert cover af einum þessum laga sem hefur notið mikilla vinsælda um allan heim.http://www.youtube.com/watch?v=cF3UgGNvHWw&feature=PlayList&p=86B828C64663E838&index=1


1 comment: