Wednesday, March 31, 2010

The good heart!


Myndin fjallar um fúlann og súrann bareiganda sem hefur 5 sinnum fengið hjartáfall, 5 skiptið sem hann kemur á spítalann hittir hann ungann heimilislausann dreng (Paul Dano) sem reynt hafði að fremja sjálfsmorð og tekur hann uppá sína arma. Hann lætur hann vinna á barnum og reynir að móta hann eftir sínu höfði en það á eftir að ganga misvel.

Okei mér fannst myndin ágætis afþreying en fannst þó mjög margt vanta uppá. Ætla byrja á að segja að mér fannst Brian Cox og fór á kostum í þessari mynd. Undirstrikar enn betur hversu goður leikari hann er. Hann fékk líka besta hlutverkið og bestu setningarnar og vannauðvitað vel úr þeim og gat ég hlegið mikið af honum.

Reyndar fannst mér hann breytast fullfljótt í væmna gaurinn frá þessum fúla. Bara allt í einu í næsta skoti var hann orðinn allt annar maður. Frekar spes. Mér fannst ég einnig sjá fleiri dæmi um svona reddingar. Þar má t.d nefna þegar bíllinn keyrði yfir heimislausa strákinn þegar hann var að elta öndina. Þetta var bara einum of klisjulegur dauðadagi.

Einnig er ég buinn að vera pæla afhverju hann reiddist Brian Cox ekkert þegar kona stráksins fékk alla peningana hans. Leikstjórinn hefði frekar átt að sleppa því atriði ef hann gat ekki klárað það. Hann sagði í viðtalinu um myndina þegar spurt var útí afhverju við sáum ekki hvað varð um flugfreyjuna. Þá sagði hann að hún hefði ekki það stórt hlutverk í myndinni. Ég get nú ekki alveg verið sammála því og hefði ég allvega viljað sjá eitthver merki um hvað varð um hana. Þótt það hefði ekki verið nema bara hvort hún hefði syrgt mann sinn eða verið að nota hann.. Brian i byrjun en mér var alltaf bara illa við konuna og vel við brian, hún fór það mikið í mig og því er gott að sjá hvað verður um ”vondu konuna”.


Mér fannst endirinn líka fyrirsjáanlegur Nú veit ég ekki hvort hinir í salnum höfðu fattað plottið en ég og báðir vinir mínir sem fóru með mér föttuðu hvað var að fara gerast þegar liðið var soldið á myndina. Nafnið hjálpaði líka alveg til við það. Var byrjaður bara að vona að hann myndi fá hjartað úr öndinni, það hefði allavega komið mér vel á óvart.

Tónlistin fannst mér of þunglamanleg á pörtum. Myndin var nógu þung fyrir en tónlistin gerði hana alveg einum of.

Skotið þegar köttur stráksins var hengdur. Fannst mér það atriði krydda mikið á þeim timapunkti og beið ég heillengi eftir að sjá eitthverja eftirmála af því. En þetta var bara en eitt atriðið sem ekkert var úr. Svo mikið sem ég hefði viljað sjá meira af. Myndin var í of lausu lofti. Ágætis uppkast en of mörg tilgangslaus atriði sem þó væri hægt að gera eitthvað meira og gott úr. Ég skil vel að maður verður sjálfur að túlka myndir þar sem ekki allt kemur fram og fannst mér það t.d sleppa þegar strákurinn talaði við manninn á barnum sem aldrei talaði við neinn. Það átti líklega að sýna hversu vel (strákurinn)Paul Dano náði til fólks. Þetta atriði slapp en i heildina þurfti maður að vera fylla of mikið í skarðið sjálfur.

Ef það væri ekki fyrir hann brian veit ég ekki hver myndin hefði stefnt. Hef ég þó ekkert að setja útá leikarana per se. Voru margir fínir eins og strákurinn (Paul Dano), the stimulator (góður brandari) og fleiri. Konan fannst mér hinsvegar ekki vera að standa sig í stykkinu. Ef maður hinsvegar pælir ekki mikið í myndini er þetta svo sem ágætis ”sjónvarpsglápsmynd” en ekki meira en það og vantar mikið uppá. Góð byrjun en ekki fullkláruð.

Avatar!



Myndin á sér stað á öðrum hnetti (Pandóru) og er aðalleikarinn (lamaður hermaður í bandaríska hernum)fenginn til að fara til pandóru og fá sinn eiginn Avatar. Hann á svo að njósna um ættbálk sem er staddur á hnettinum til að auðvelda hernum að ná í það sem þeim var heitast um. Hermaðurinn verður svo ástfanginn af einni stelpunni í ættbálknum (Neytiri) og blossa útmikil átök milli hersins og ætbálksins.

Ég fór á þessa mynd 2svar. Fyrsta skiptið í þrívídd og svo í tvívídd. Var ég liklega einn af fáum svo fór með litlar væntingar þar sem eg fór með þeim fyrstu og var buinn að heyra litið sem ekkert um hana. Ég var því alveg orðlaus eftir fyrsta skiptið. Tæknibrellurnar stórkoslegar og hljóðið gott, umhverfið og persónurnar litríkar og frumlegar og skemmdi þríviddinn ekki fyrir og var maður alveg kominn inn í einhvern nyjann heim.


Mánuði seinna fór ég svo aftur en í tvívídd þar sem ég var byrjaður að sakna Neytiri allverulega. Nú var ég buinn að venjast umhverfinu og fór að einbeita mér að söguþræðinum. Þá var ekki sama sagann. Mér fannst söguþráðurinn bæði langdregin og klisjulegur og var það kannski ástæðan fyrir að hún vann aðeins tvö óskarsverðlaun. Hún fékk þó verðlaun fyrir tæknibrellur og listræna hönnun og átti hún þau verðlaun fyllilega skilið.

Þrátt fyrir að vera klisjuleg á köflum er þetta frábær skemmtun og sannkallað skylduáhorf og þrátt fyrir að söguþráðurinn sé frekar klisjulegur er þetta svo vel gerð mynd að maður getur alveg gleymt sér í henni. Þetta er alveg án efa flottasta mynd sem ég hef séð en þó langt frá því að vera með betri söguþráðum. Er ég ekkert rosalega spenntur fyrir að sja hana aftur nema þá bara til að hitta Neytiri mína aftur.

Kóngavegur




Myndin eftir Valdísi Óskarsdóttur á sér stað í hjólhýsahýsahverfi og allskonar ævintýrum sem þar eiga stað.

Myndin var ágætis skemmtun. Flestir brandarar fyrir eldra fólk en þó margir hverjir mjög góðir. Mér fannst myndin þó of mikið vera bara samansafn af skotum sem hönnuð voru til að láta fólk hlægja en þegar allt kom til alls vissi maður ekkert hvert myndin var að stefna eða hvað hún var að reyna sýna. Mér fannst myndin aldrei hafa neinn tilgang. Það var engu sem var áorkað í myndinni. Endirinn var líka svo tómur eitthvað. Fjölskyldan flúði pirrandi pabbann þar sem hann sinnti ekki fjölskyldunni og var sýnt frá því en af restinni af fólkinu í hjólhýsahverfinu fannst mér hefði mátt sýna aðeins meira hvað varð af því.



Get hrósað tónlistinni, hún fannst mér góð og sniðugt að hafa alla þessa íslenska tónlist (Björk og fleiri). Þó þurfti ég stundum að reyna átta mig á hvort tónlistin væri í bakrunn eða hún ætti að vera inní myndinni sjálfri. Dæmi: þegar fólkið var að drekka og djamma úti og tónlist var undir. Fyrst var eins og hún væri í bakrunn en svo alltieinu byrjaði fólkið að dansa við hana og engann veginn í takt við tónlistina. Þetta er reyndar ekki mikið mál en þetta fór aðeins í mig.



Annars er hægt að hlægja að þessari mynd en þetta er ekkert mynd sem ég myndi nenna horfa á aftur. Söguþráðurinn er of mikið í lausu lofti fyrir minn smekk.

Mama gogo



Myndin fjallar um konu sem heitir Gógó en hún greinist með Alzheimer og er fjallað um baráttu hennar við þann sjúkdóm. Einnig er fjallað um son hennar en hann á erfitt með að fjármagna nýjustu mynd sína sem heitir Börn náttúrunnar.

Mér fannst myndin ekki ná vel til mín. Fannst hún svo sem ágætlega unnin og var hún flott og allt það. Einnig voru leikararnir góðir og þá sértaklega Hilmir Snær Guðnason enda klikkar hann ekki. Fannst hann alveg bjarga myndinni. Annars fannst mér myndin frekar súr og niðurdrepandi. Sem hefði kannski sloppið að einhverju marki ef hún hefði verið eitthvað áhrifarík. Mér fannst hann ekki koma nógu vel að þessu máli og fljotlega hætti eg að hugsa um hana. Það gerði það að verkum að maður hafði ekki mikla samúð með manneskjunni. Annars er þetta kannski mynd ekki fyrir minn aldurshóp og hentar frekar eldri fólki. Friðrik hefur átt sína “slagara” eins og Djöflaeyjuna en þetta er allavega ekki einn af þeim