Thursday, October 1, 2009
Prodigal sons
Ég skellti mér á heimildarmyndina Efnispiltar eða Prodigal sons á miðvikudaginn í hafarhúsinu.
Kona/maður að nafni Kimerly Reed, fyrrverandi stjarna í fótboltaliði skólans en ákveður
einn dagin að skipta um kyn. Í myndinni talar hún um reynslu sína af þessu og þeim ævintýrum sem
þvi fylgja og hvernig er að vera kynskiptingur. Myndin fjallar einnig um ætleiddan
bróðir hennar sem þjáist af geðrænum vandamálum, miklum skapsveiflum og oft koma upp miklar erjur vegna þessa.
Þess má geta að þetta var Norðulandarfrumsýning og var því Kimberly Reed á myndinni sjálfri og
hélt fyrirlestur eftir á og tók við spurningum.
Ég hafði heyrt af þessari mynd og hún sögð góð og varð ég því fyrir vonbrigðum. Mér finnst þessi mynd
fyrir það fyrsta ekki nógu átakanleg. Hins vegar er þetta mjög góð hugmynd. Fjölskylda sem
inniheldur kynskipting og geðklofa ætti nú að vera spennandi og átakanlega en ekki var unnið nóg úr þeirri hugmynd. Er ekki að segja
að hun hafi ekki náð til manns á köflum, t.d þegar mest gekk á í endann en of langur
kafli myndarinnar var lítið sem ekkert að gerast. Ef við byrjum á að taka Kimberly sem dæmi, þá fannst mér hún soldið gleymast
sem aðalpersóna i myndinni og engöngu einblínt á bróðirinn og var hún byrjuð að taka viðtöl við hann eins og
hún væri fréttamaðurinn en ekki umræðuefnið. Einnig fannst mér hun alltof lítið
ræða um hvernig lífið væri sem kona, hvernig viðbrögðin hjá öðru fólki voru, hvernig hun sætti sig við þetta og svo
framvegis. Ef við tökum bróðirinn fyrir, þá fannst mér það skárra og voru byrjuð atriði sem sýndu hversu erfitt þetta
var. Dæmi: Þegar hann tekur upp hníf í reiðiskasti sínu. Annars fannst mér síðasti hlutinn það eina spennandi við
þessa mynd sem var orðin vel langdregin á köflum. Hún er bara ein af þessum heimildarmyndum sem maður sér og gleymir,
ekki nógu átakanleg og ekkert sem lætur mig vera hugsa mikið um hana eftirá. Bara þessi stöð 1 mynda fílingur. Eins og ég
segði ágæt hugmynd sem hefði getað farið miklu betur.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Hún sagði nú samt að myndin væri um fjölskylduna, kynskipti hennar og geðveiki Marc væru bara hluti af þeirri dýnamík.
ReplyDelete5 stig.