Tuesday, December 1, 2009

Butterfly Effect


Ég ákvað að skella Butterfly Effect í tækið eftir að ekki hafa séð hana í nokkur ár. Myndin er gerð af Eric Bress sem erhandritshöfundur Final destination og Mackye Gruber en hún gengur útá að Aðaleikarinn Evan Treborn leikinn af Ashton Kutcher er með sértstakann heilasjúkdóm sem gengur útá að hann fær blackout þegar slæmir hlutir gerast. Hann fer til læknis útaf þessu vandamáli og hann segir honum að skrifa dagbók sem hann gerir. Seinna þegar hann er kominn i heimavistaskóla þá er hann ekki búinn að fá blackot i mörg ár kemst hann að því að þegar hann les hana fer hann þar sem atrburðirnir í dagbókinni gerast. Þegar hann hittir svo gamla kærustu og hann rifjar upp fyrir henni hluti sem leiða til þess að hún fremur sjálfsmorð. Hann notfærir sér þá dagbókinna til að fara aftur í tímann og storkar örlögunum. Þá fara hjólin að rúlla. Ætla nú ekki að spilla neinu en þið skiljið hvert ég er að fara. Þess má geta að að myndin er byggð á óreiðukenningunni sem gengur útá að fiðrildi í Asíu geta valdið Fellibyljum í Afríku. Þegar ég ákvað að horfa hana í fyrsta skiptið bjóst ég ekki við miklu þar sem Asthon Kutcher var að fara með þetta hlutverk en ég hafði rangt fyrir mér og sannaði hann í þessari að hann getur lika leikið alvarleg hlutverk. Krakkarnir sem áttu að leika aðalleikarana á yngri árum stóðu sig líka með prýði ekki það að ég hafi eitthvað sérstakt að setja útá aukaleikarana. Myndin fannst mér frábær. Mér fannst Eric og Gruber takast vel í þessu verkefni og var leikstjórnin góð og handritið flott. Hugmyndin að þessari mynd er auðveldlega hægt að klúðra og getur orðið klisjukennd og leiðinleg en þeim tókst frábærlega og voru skemmtilegar pælingar út alla myndina og vantaði síður en svo skemmtanagildi í myndina. Endirinn fannst mér líka mjög góður og átakanlegur og bauð það uppá framhald myndarinnar þrátt fyrir að svona framhöld geta oft bara eyðilagt og gerði það í þetta skiptið. Næstu 2 myndir voru ekki með sömu leikurum og voru ekkert framhald af fyrstu myndinni og ekki jafngóðar. Hefðu frekar átt bara að sleppa næstu 2 myndum. En þessi var frábær og ég er skylduáhorf!

Dogthooth


Ég ákvað loksins að skrifa um þessa stórskrítnu mynd Dogtooth. Ég fór á hana á Riff á sínum tíma og er erfitt að pæla ekki mikið í þessu undarlegu verki. Myndin fjallar um foreldra sem ofvernda börnin sín nema þau ganga skrefinu lengra og banna þeim að fara út fyrir garðinn ein á báti án þess að vera í bíl. Þau sannfæra börnin um að fyrir utan girðinguna sé illur heimur t.d kettir sem eru bannvænir. Þau ljúga einnig að börnunum sínum að flugvélar séu bara lítil leikföng hátt uppi og fleira jafn undarlegt. Einnig fá þau hóru til að fullnægja syni þeirra þrátt fyrir að systurnar komu óhugnalega nálægt því máli. Flestir kannski myndu segja að þetta væri asnaleg og skrítinn mynd. Ég neita því ekkert en mér finnst hún alveg nokkuð góð á sinn hátt. Ekki endilega það að hún sé eitthvað mikið meistaraverk heldur er þetta góð skemmtun. I fyrsta lagi var hún mjög fyndin og var langt því frá að vera með eitthvern típískan húmor en kannski það besta við þessa mynd var hversu skemmtilega pínlegt og skrítið andrúmsloft hún náði að mynda eftir sum atriðin í bíósalnum sem komu fólki vægast sagt á óvart og leið fólki hálfvandræðalega eftir myndina. Þannig ég ætla vera djarfur og segja að þetta hafi verið góð mynd. Ekki kannski skylduáhorf en skrítið áhorf.

Monday, November 16, 2009

Some like it hot


Some like it hot er ein frægasta mynd leikstjórans Billy Wilders. Aðaleikarar myndarinnar eru Jack Lemmon (sem i sumum atriðum finnst mer minna á Heath ledger i leik synum i batman td þegar hann hlær), Tony Curtis, George Raft og að ógleymdri Marilyn Monroe sem stendur alltaf fyrir sýnu bæði í útliti og leik.

Myndin fjallar um tvo vini sem eru tónlistarmenn sem lenda í því að verða vitni að morði og fá því glæpamenn á eftir sér. Þeir sjá þá leik á borði og klæða sig upp sem kvenmenn og fara á túr með kvennabandi (s.s túra með þeim). Allt sýnist þetta ætla ganga upp þegar þeir stíga uppí lestina en það er bara lognið á undan storminum. Annar mannanna verður hrifinn af einum hljóðfæraleikaranum (Marilyn Monroe) á meðan hinn fær karlmann til þess að verða ástfanginn af sér og allt vindur þetta uppá sig á skemmtilegann hátt. Fyrir áhorfendur
þá aðalega.

Mér finnst þessi mynd mjög vel gerð. Leikararnir eru góðir og ná vel sýnum karakter, leikstjórn er góð ásamt því að handrit er mjög vel skrifað og nær Billy Wilders framvindu myndarinnar stórvel og hvernig hún magnast upp. Erfitt er að leiðast yfir myndinni og var hægt að hlæja af myndinni nanast allan timann og ekki skritið að myndin var valinn besta grinmyndin á Golden glope. Einnig var myndin tilnefnd til Óskarsverðlauna þetta ár fyrir leikstjórn, handrit, aðalkarlleikara þá er verið að tala um Jack Lemmon, handrit og listræna stjórnun. Myndin vann svo óskarsverðlaun fyrir búninga. Þannig ég er ekkert einn á þessu máli. Mæli með henni, frábær skemmtun.


http://www.youtube.com/watch?v=2OhdD5n405I

Sunday, November 1, 2009

Reykjavík Whale Watching Massacre



Leikstjóri: Júlíus Kemp

Aðalhlutverk: Guðrún Gísladóttir
Helgi Björnsson
Ragnhildur Steinunn
Gunnar Hansen


Umfjöllun: Reykjavík Whale Watching Massacre fjallar um hóp Túrista sem fer
í hvalaskoðun en svo bilar báturinn og þau ná í hjálp. En þetta var
ekki alveg hjálpin sem þau voru að vonast eftir þar sem báturinn sem kom innihélt morðingja sem vildu þau öll dauð. Myndin gengur svo úta túristana annahvort að flýja eða ná ekki að flýja og vera drepin.

Gagnrýni: Ef þessi mynd var gerð sem hryllingsmynd þá tókst hún illa en ef hun var gerð sem grínmynd þá aðeins betur. Fannst hun ekki getað alveg ákveðið hvort hun ætlaði að vera. Splatter atriðin voru mjög óraunveruleg og náði myndin engan tökum á manni og hvað þá að hræða mann. Fannst leikurinn heldur ekki nógu sannfærandi en Helgi Björnsson fannst mér bestur einnig var hægt að hlægja af "syni hans". Hræðslan á fólkinu sjálfu var heldur ekki nogu greinileg. Leiðinlegt að fyrsta Íslenska "hryllingsmyndin" hafi farið svona. Það var þá aðalega sem vantaði að þetta mætti vera raunveruleikara og kannski dass af spúkileika en hún var bara ekkert scary. Til dæmis var hvalaatriðið sem var ekki alveg frekar kjánalegt.

Ástæðan fyrir að ég labbaði ekki útaf þessari mynd var það að hún var mjög fyndin og gat ég hlegið mig máttlausan af sumum atriðunum og hafði ég mjög gaman að. Gallin var að ég var ekki að hlæja með myndinni heldur að henni og hversu asnaleg sum atriðin voru. Annars fannst mér staðsetningin vel metin þar sem ekki er auðvelt að taka upp á rúmsjó. Einnig var myndatakan oft mjög góð og fylaði ég sum skotin i drasl þa sértaklega atriðið með skutulbyssuna. Einnig var gott skot þegar exinvar að snúast í loftinu. Eins og ég segji léleg mynd en hægt að hafa gaman af henni.



Kjánalega hvalaatriðið

Jóhannes




Myndin fjallar um mann að Nafni Jóhannes leikinn af ladda sem er
bæði myndlistakennari og listmálari. myndin gerist yfir einn dag
og fjallar um ólukkudag jóhannesar sem hefst á því að hann
hjálpar stúlku úr vanda eftir að bíllinn hennar eyðileggst. Eitt leiðir
af öðru og endar með að hann lendir í ruglaðuðum kærasta
sem vill hann dauðann, löggunni, vitlausum ungling og dópsala.

Myndin hentar breiðum áhorfendahóp og mátti heyra fólk
á öllum aldri hlæja af myndinni og má þakka ladda
helst fyrir það þar sem hann nær til flestra. Fín skemmtun
og ágætt áhorf en þetta er nú
samt ekkert meistaraverk.Mér fannst myndin hins vegar frekar mikið i lausu lofti. Gengur eignlega bara
útá að láta fólk hlæja en ekkert meir. Ekki alltaf mikið samhengi. oft mikið samansafn
af klippum sem hafa engan sértakan tilgang i myndinni má þá nefna
gömlu konurnar sem var þó mjög gaman af en gera voða litið fyrir
tilgang myndarinn. Fannst líka vandamálin leysast aðeins
of hratt i myndinni. Alltí einu var bara allt i lagi. Fannst þeir reyna redda
vandamálunum á of stuttum tíma eins og þeir hefðu ekki meiri tíma.

Bæði laddi og Stefán karl stóðu fyrir sínu en ef við tölum aðeins
um Unni Birnu þá hefur hún kannski rétta útitið í myndina. Eða ekkert
kannski, hún er alltof heit
en um leið og hún byrjaði að tala þá missti persónan sem hún lék
alla sannfæringu þannig best hefði verið að hun hefði ekki talað
og haldið bara áfram að vera falleg. Stundum var eins og hún væri
að lesa af handritinu staðinn fyrir að leika. Myndataka og hljóð var ekki til fyrimyndar enda
tekin upp á 15 dögum ss Ágætis sjónvarpsmynd en
ekkert meira en það.

Thursday, October 1, 2009

Fireman's Ball


Þessi mynd sem er frá árinu 1967 er eftir Forman sama og gerði One Flew Over the Cuchoo's Nest. Myndin fjallar um veislu sem var haldin
til heiðurst slökkviliðstjóranum sem var að hætta. Honum til heiðurs átti að vera fegurðarsamkeppni. Húmorinn í myndinni er gengur útá
það að ekkert gengur upp. Sem dæmi þá eru mjög ófríðar stelpur sem fást í samkeppnina, vinningunum úr lottóinu sem haldið var á ballinu
stolið. Ásamt því þegar eldur kom uppí húsi þurftu þeir að nota snjó til að slökkva eldinn og svo framvegis. Sýningin byrjaði ekki vel þar sem
það vantaði textann við myndina sem er mjög slæmt þar sem myndin er gerð í Tékklandi. Stuttu síðar ver textinn settur á við mikinn fögnuð áhorfenda.
Burt séð frá því er svo sem hægt að hlægja af þessari mynd en er langt frá því að standauppúr. Þetta er mjög einfaldur húmor og á köflum
minna sum atriðin á misheppnuð Mr. bean atriði nema hjá Mr. bean heppnast það yfirleitt. Þó voru einhver atriði sem ég hló af.
Dæmi er þegar þeir eru að reyna draga keppendurna á svið gegn þeirra vilja.
Ég er ekki að segja að húmor myndarinnar sé endilega lélegur þegar litið er á heildina heldur frekar ætluð eldra fólki enda
var það sá hópur sem hló mest. Þannig ég mæli alveg með þessari mynd fyrir miðaldra fólk á meðan það yngra getur borðað sitt popp heima.

Prodigal sons


Ég skellti mér á heimildarmyndina Efnispiltar eða Prodigal sons á miðvikudaginn í hafarhúsinu.
Kona/maður að nafni Kimerly Reed, fyrrverandi stjarna í fótboltaliði skólans en ákveður
einn dagin að skipta um kyn. Í myndinni talar hún um reynslu sína af þessu og þeim ævintýrum sem
þvi fylgja og hvernig er að vera kynskiptingur. Myndin fjallar einnig um ætleiddan
bróðir hennar sem þjáist af geðrænum vandamálum, miklum skapsveiflum og oft koma upp miklar erjur vegna þessa.
Þess má geta að þetta var Norðulandarfrumsýning og var því Kimberly Reed á myndinni sjálfri og
hélt fyrirlestur eftir á og tók við spurningum.

Ég hafði heyrt af þessari mynd og hún sögð góð og varð ég því fyrir vonbrigðum. Mér finnst þessi mynd
fyrir það fyrsta ekki nógu átakanleg. Hins vegar er þetta mjög góð hugmynd. Fjölskylda sem
inniheldur kynskipting og geðklofa ætti nú að vera spennandi og átakanlega en ekki var unnið nóg úr þeirri hugmynd. Er ekki að segja
að hun hafi ekki náð til manns á köflum, t.d þegar mest gekk á í endann en of langur
kafli myndarinnar var lítið sem ekkert að gerast. Ef við byrjum á að taka Kimberly sem dæmi, þá fannst mér hún soldið gleymast
sem aðalpersóna i myndinni og engöngu einblínt á bróðirinn og var hún byrjuð að taka viðtöl við hann eins og
hún væri fréttamaðurinn en ekki umræðuefnið. Einnig fannst mér hun alltof lítið
ræða um hvernig lífið væri sem kona, hvernig viðbrögðin hjá öðru fólki voru, hvernig hun sætti sig við þetta og svo
framvegis. Ef við tökum bróðirinn fyrir, þá fannst mér það skárra og voru byrjuð atriði sem sýndu hversu erfitt þetta
var. Dæmi: Þegar hann tekur upp hníf í reiðiskasti sínu. Annars fannst mér síðasti hlutinn það eina spennandi við
þessa mynd sem var orðin vel langdregin á köflum. Hún er bara ein af þessum heimildarmyndum sem maður sér og gleymir,
ekki nógu átakanleg og ekkert sem lætur mig vera hugsa mikið um hana eftirá. Bara þessi stöð 1 mynda fílingur. Eins og ég
segði ágæt hugmynd sem hefði getað farið miklu betur.

Topp 5 listinn

A. Gladiator (2000)

B. Fight Club (1999)
C. The Dark Knight (2008)
D. American History X (1998)
E. Pulp Fiction (1994)

Ég vil byrja á að taka það fram að myndirnar eru ekki í neinni sérstakri röð. Þessi listi er ekki tæmandi en það verður víst að velja svo að þetta voru myndirnar sem mér datt fyrst í hug. Einnig má geta þess að þar sem þetta eru uppahalds myndirnar mínar er voða lítið fyrir mig að setja útá þannig þetta er meira um myndirnar og hvers vegna þær eru í uppahaldi.

A. Gladiator

Gladiator er Óskarsverðlaunamynd sem fjallar um hinn virta hershöfðingja, Maximus en hann er leikinn af Russel Crow en þess má geta að

hann fékk einmitt Óskarinn fyrir leik sinn í þessari mynd. Í svefni sínum er hann er svo yfirbugaður af þrælasölum, hann gerður að skylmingaþræl og þarf hann að berjast fyrir lífi sínu. Þessi mynd á svo sannarlega mitt hrós skilið. Spennandi og magnþrungin mynd með glæsilegum leik, brellum, söguþráð sviðsetningu og fleira. Eina sem ég gæti sett útá væri kannski frekar löng spjall-atriði á köflum, ekkert alvarlegt samt og það kemur mér ekki á óvart að hún hafi unnið Óskarinn fyrir kvikmynd ársins, besta leikara í aðalhlutverki, besta búningahönnun, hljóð og tæknibrellur.



B. Fight Club

Hún fjallar um mann að nafni Jack leikinn af Edward Norton en hann lendir í því að missa næstum allt saman. Seinna kynnist hann svo manni að nafni Tyler leikinn af Brad Pitt þar sem þeir lenda í slag og átta sig á því hversu mikil útrás það er og taka það að sér að stofna Félag sem stundar slagi en ekki er allt sem sýnist. Frábær hugmynd af söguþráð og frábærlega vel unnin. Hún hélt mér spenntum allan tíman þrátt fyrir að hafa horft á hana í ipod í fyrsta skiptið og er lítið sem ekkert sem klikkar. Góð mynd i alla staði





C. The Dark Knight

Er hún framhald af Batman begins sem hins vegar á ekkert í Dark Knight. Þetta skipti reynir á Batman eða Bruce Wayen að stoppa Jókerinn sem eins og flestir vita var leikinn af Heath Ledger að ná fram sínu illu brögðum. Þrátt fyrir að myndin sé frábær í alla staði, góð hugmynd, góðar brellur og spennandi mynd þá stendur leikur leikur Ledgersins uppúr og gerir myndina að því sem hún er, frábærri. Hann nær að heilla áhorfendurna úr skónum með sínu fyndna, brjálæðislega og ógnvekjandi yfirbragði á sama tíma. Mynd sem enginn má missa af.





D. American History X

Fjallar um dreng leikinn af Edward Norton sem stofnaði klíku og vilja þeir losa sig við ”útlendinga”. Hann er einn af þeim hörðustu og á ekkert erfitt með að drepa þá og meiða en þegar hann kemur úr fangelsi er hann breyttur maður og reynir að fá sína menn til þess að skipta um skoðun og þar á meðal litla bróðir sinn sem er orðinn mikill rasisti en það er orðið of seint. Þessi mynd á það sameiginlegt með hinum að maður er límdur við skjáinn allan tíman. Frábær og sannfærandi leikur enda klikkar ekki hann Norton og hjálpar það uppá sannfæringu myndarinnar. Ég hef heyrt frá sumum að endirinn sé ekki nógu góður (Bróðir hans deyr) en því er ég ekki sammála. Finnst hann ýta enn meira undir það sem myndin á að segja okkur og gerir hana bara áhrifaríkari fyrir vikið. Spennandi, magnþrungin og áhrifarík mynd sem nær til manns og er skylduáhorf.



E. Pulp Fiction (1994)


Glæsilega vel stýrð mynd eftir Quentin Tarantino og líklega hans besta. Einnig er handritið frábært og kvikmyndatakan klikkar ekki. Myndin er samansaft af glæstum leikurum og má þá helst nefna þá Travolta og Jackson sem og standa þeir flestir fyrir sínu. Þrátt fyrir að myndi standi í 2,5 tíma þá tekst þeim að halda mér spenntum allan tíman. Má segja að myndin sé samansafn af 5 sögum sem spinnast saman í eina heild og einnig er flakkað milli tíma en þrátt fyrir þetta er hún lítið sem ekkert ruglandi. Myndin fékk 7 tilnefningar til Óskarsverðlauna og átti það svo sannarlega skilið. Einnig er tónlistin mjög góð og mæli ég með að hlusta á hann. Bara nýlega var gert cover af einum þessum laga sem hefur notið mikilla vinsælda um allan heim.http://www.youtube.com/watch?v=cF3UgGNvHWw&feature=PlayList&p=86B828C64663E838&index=1


Wednesday, September 23, 2009