Friday, April 16, 2010

28 weeks later

28 days var later var góð og vel gerð mynd en samt einum of hrá. 28 weeks later hefur greinilega verið dýrari og þar voru ekki margar hindranir peningalega séð
og var hægt að taka þessa mynd skrefinu lengra. Skemmtanagildið var uppá sitt
besta og var maður á nálinni allann tímann. Einnig voru verurnar raunverulegri
og sviðsetning góð.

Leikararnir voru reyndar ekkert það besta sem ég hef séð en flestir hverjir stóðu vel fyrir sýnu.

Tónlistin fannst mér frábær og fannst mér passa mjög vel við. Finnst tónlist skipta mjög miklu máli í myndum og geta gefið gæfumuninn. Jók spennunna þegar við átti og eitthvað um flott rokkuð lög sem gerðu myndina nettari fyrir vikið.

Byrjar á mjög magnþrungnu atriði sem byrjar þannig að fólkið er buið að loka sig frá verunum en með því að hleypa litlum krakka inn í húsið finna verurnar mennina (massívt bregðuatriði) og er aðalpersónan tæpari en egg að ná að flýja á meðan hin eru ekki öll jafn heppin. Þarna strax byrjaði myndin að ná til manns og hélt manni svo á nálunum allan tímann. Frábær mynd.

Monday, April 12, 2010

Sherlock Holmes

Aðalhlutverk: Jude Law
Robert Downey
Mark Strong
Kelly Reilly
Rachel McAdams
Eddie Marsan

Leikstjóri: Guy Ritchie


Myndin gerist á gömlum tímum í London. Hún fjallar um þá félaga
Sherlock Holmes sem leikinn er af Robert og John sem leikinn
er af Jude Law. Vinna þeir saman þar sem Sherlock er i lögreglunni
og John er læknir. Þegar Myndin á sér stað hefur Sherlock
lokað sig af í 2 vikur að rannsaka ýmiskonar hluti þangað til
Sherlock neyðir hann út. Þá kemur til sögunar hin yndisfríða og
fallega kona, Irene Adler sem leikin er af Rachel McAdams. Hún
bað hann að finna mann sem hafði verið í tengslum við
Lord Blackwood en hann er raðmorðingi og telja margir hann
vera yfirnátturulegan. Honum er náð og hann myrtur en kemur
hann upp frá dauðum aftur og fara þá þeir félagar í málið að reyna
honum.


Þessi leikstjóri er nú ekki i neinu uppahaldi hjá mér en í þessari
mynd finnst hafa tekist mjög til. Leikararnir eru ekki
af verri endanum og fékk Robert Downey golden glope verðlaun fyrir leik sinn
og átti hann þau fyllilega skilið. Manni leiddist aldrei og var
myndin myndin oftast nær spennandi og ef ekki spennandi þá fyndin og
má þakka þeim jude og robert fyrir það. "Tvistið" í endan fannst mér
líka stórsniðugt. Maður hélt að vondi gæjinn væri yfirnátturulegur og gaman að
því hvernig þeir náðu að afsanna það þrátt fyrir að hann lifði
af henginu, byssuárás og fleira. Ekki þetta típiska plott. Mér fannstjavascript:void(0)
líka þessi gamli bragur sem var yfir myndinni heppnast mjög vel. Klippingin
og brellurnar voru flottar og bardagaatriðin góð en hefðu mátt
vera kannski aðeins fleiri og þá aðeins minna af spjalli í staðinn.
. Tónlistin
samsvaraði þessu gamla þema vel en þó fannst mér koma fyrir
að hún passaði alveg hreint ekki við atriði myndarinnar. Getur það
verið mjög skaðlegt fyrir myndina. Annars er þetta ágætis skemmtun og mæli
endregið með henni bæði fyrir
spennu og hlátur

- Held ég sé ekki buinn að posta þessu

- Bloggið um 28 weeks later kemur á eftir þessu

I am legend



Leikstjórinn:
Ætla fjalla aðeins um leikstjóra myndarinnar en hann fæddist í Vienna í Ástralíu. Faðir hans var eðlisfræðingur og kenndi eðlisfræði. Þegar hann var 3 ára fluttist hann svo til Los Angeles. Hann vann sem aðstoðarmyndatökumaður (vá langt orð) ásamt því að sækja Marymount kvikmmyndaskólann. Seinna kynntist hann svo fyrrverandi bekkjarfélaga honum Mike Rosen og hjálpaði hann honum með tónlistarmyndbönd fyrir hljómsveitina Tidal ForceTidal Force (reyndi að fletta henni á youtube en fann hana ekki). Þetta gekk eins og í sögu og fór þá að vinna með stærri nöfnum og má þá nefna Aerosmith (mjög gott band), Jennifer Lopez, Britney spears, Pink, lady gaga og vann einnig að auglýsingum með coca-cola, McDonalds og fleiri fyritækjum.
Svo árið 2007 gerði hann myndina I Am Legend en hún er byggð á bók eftir Richard Matheson.


Um Myndina:
Hún gerist í New York og fjallar um vísindamanninn Rovbert Neville sem leikinn er af Will Smith en hann er eini íbúinn (að hann heldur) sem er á lífi en afgangurinn hefur annahvort dáið eða umbreyst í eitthver hræðilegar ófreskjur ef svo má kalla. Eini sem hann getur talað við er hundurinn hans. Myndin svo gengur útá hann að reyna finna mótefni gegn þessum hræðilega vírus og reyna finna fleiri manneskjur.

Will Smith er goður leikari og stendur alltaf fyrir sýnu. Leikmyndin var lika raunveruleg og mörg atriðin mjög góð.
Dæmi: Þegar hann festir sig í reipinu og það er farið að dimma (ég varð spenntur)
Lokatriðið þegar hann sprengdi sjalfan sig i loft upp
Í búðinni þegar hann talaði við pappafólk sem syndi hversu einmanna hann var orðinn

Hinsvegar fannst mér verurnar ekki nogu raunveruleikar. Bæði hvernig þær litu út og hegðuðu sér. Stundum áttu þær að vera voða heimskar og vera hálfkonar uppvakningar en stundum var eins og þær voru gæddar miklum gáfum (meikaði ekki mikinn sense).

Þessi mynd er byggð upp á svipaðann hátt og myndirnar 28 days later og 28weeks later sem komu á undann sem er nu alltilagi en mér fannst bara þá sérstaklega 28 weeks later bara heppnast miklu betur en I am legend en þar er einmitt svipaður vírus að ganga ef ekki alveg eins og er verið að berjast gegn honum. Miklu betur útfærð.


Tonlistin í 28 weeks later er þyngri, dimmari, betri og áhrifaríkari

- Persónurnar eru mun raunverulegri

- Raunverulegri bragur

- Betri bregðuatriði

- Epískari og meiri í sniðum einhvernvegin




Fer betur í þetta í blogginu hér á eftir um 28 weeks later frekar en 28 days later.

Þessi mynd er ekki jafn "spúki" og hentar því kannski frekar yngri kynslóðinni en ella en stoppaði hana þannig i áhrifaleika myndarinnar fannst mér. Margar goðar hugmyndir eins og ég talaði um áðan og fín áhorf en þegar maður er nybuinn að horfa á "svipaða mynd" sem er miklu betri er ekki hægt að lofa hana mikið.

Gagnrýni fyrir kvikmyndagerð

* hvað tókst vel og hvað mætti betur fara

- Ég hafði mjög gaman af kvikmyndagerð í vetur og fékk ekki leið á henni þrátt fyrir hversu marga tíma hún var í viku og er ástæða fyrir því. Það var fjölbreytninni að þakka (blogg, stuttmyndir, bifóferðir, myndir í sal, fræðilegt, verkefni og fleira)

* hvaða hluti námskeiðsins var skemmtilegastur

- Myndi nú segja stuttmyndagerðin og horfa á þær. Væri gaman að peppa upp meiri stemningu i kringum það. Hafa kannski færri myndir i einu hvern tima. Fólk myndi hlakka meira til timanna vitandi þess að syna ætti mynd eftir okkur eða vini okkar. (krakkarnir gætu gefið einkun osofr.. sem þu myndir meta)


* hvaða hluta lærðuð þið mest af eða nýttist ykkur best

- Stuttmyndagerðin. Hefði það samt ekki verið fyrir það fræðilega og allt sem okkur var kennt i kringum stuttmyndagerð hefði stuttmyndagerðin ekki komið að goðum notum. Fjölbreytnin er því svarið mitt aftur.

* hvaða hluta þarf að breyta eða henda alveg út

- Ég veit að það er skemmtilegra að fá að blogga alveg sjálf en svona eitt skyldublogg á mánuði væri gott til að koma fólki af stað. Margir gleyma sér en vilja vel en komast af þvi of seint. 1 skyldublogg á mánuði (eins og þetta) myndi bæta það vandamál til muna.



* hvers söknuðuð þið - hverju þarf að bæta við

- Heildin gerði þetta skemmtilegt en já eins og ég sagði í svarinu hér á undan. Væri skemmtilegt að gera eins konar stemningu i kringum stuttmyndirnar. Fannst sniðugt hja þér að tala um kvikmyndahátiðir og þess háttar. Meira segja væri hægt að era einnhvern atburð niðri kösu eitt kvöldið þar sem myndir okkar væru syndar. Myndi ýta svo undir metnaðinn og fólk myndi hlusta betur á það fræðilega vitandi þess hve mikil pressa væri á myndinni.

Ég er með nokkrar spurningar í viðbót sem væri gott að fá svar við:

* Mér finnst mikilvægt að það séu gerðar a.m.k. 3 stuttmyndir yfir árið. Ég vil ekki fórna maraþonmyndinni, heimildamyndinni eða lokaverkefninu, og raunar myndi ég vilja bæta við einni mynd í viðbót, örmynd, auglýsingu eða tónlistarmyndbandi. Hvernig er hægt að koma þessu öllu fyrir? Væri betra að setja hverjum hópi fyrir frumsýningardag, frekar en að sýna allar myndirnar í einu?

- já ég er sammála þér í því, frumsetningardagur fyrir hvern hóp væri betri kostur. Finnst ekki nogu gott að hrúga þeim öllum á einn dag. Minnkar gildi þeirra finnst mér. Ýtir lika fólki i að mæta i morguntímanna á að hafa eina og eina mynd á morgnanna. Örmynd er mjög goð hugmynd. Hefði eg sjalfur viljað gera tónlistarmyndband (við eitt af mínum lögum td.), þá gætiru farið í tæknina á bakvið það að gera tónlistarmyndband eða auglýsingu. Það þyrfti bara að vera einn tökudagur og hafa frumsyningardag, hvort sem það er synt með annari mynd (maraþonmyndinni eða hvað). Lika væri hægt að hafa þetta til upphækkunnar ef það er of mikið álag ennþá að hafa þetta allt skyldu.

* Er eitthvað sem mætti bæta í stuttmyndaferlinu? Væri betra að myndavélin og tölvan færu alltaf í gegnum mig frekar en beint milli hópa? Á ég að vera harðari á því að koma græjunum til hópanna? Á ég að vera harðari á skiladögum (t.d. hafa skiladag á heimildamyndinni fyrir jól eins og áætlunin gerði ráð fyrir)? Hefði verið betra að hafa skiladag á lokaverkefninu fyrir páska?

- Hef ekki tekið eftir einhverju veseni hjá fólki að skila myndavélinni og tölvunni til næsta hóps. Fer kannski soldið eftir fólki. Finnst þú ekki þurfa vera harðari ef allir þurfa að gera fyrir sama dag. Væri auðveldara ef fólk gerði myndina fyrir mismundandi daga, auðveldara að minna hvern og einn á að nu þurfti að fara gefa í

* Ætti að raða efninu upp öðruvísi? Væri gagnlegra að hafa kvikmyndasöguna fyrir áramót og tengja fyrri fyrirlesturinn kvikmyndasögunni betur?

- Það væri sniðugt, hljómar bæði vel.

* Hvernig má hvetja til meiri og metnaðarfyllri bloggs? Ætti ég að gefa stig fyrir komment til þess að hvetja til meiri umræðu?

- Eins og ég talaði um áðan þá held ég að skyldublogg myndi strax bæta þetta upp, 1 á mánuði. Svo kannski nefna í tíma hverjir þurfa að fara skila inn bloggi og setja aðeins meiri pressu á nemendur. Mættir lika aðeins fara útí hvernig þú vilt blogginn. Annars er þetta allt mjög fínt eins og það er. Allavega þetta er mín skoðun.

Wednesday, March 31, 2010

The good heart!


Myndin fjallar um fúlann og súrann bareiganda sem hefur 5 sinnum fengið hjartáfall, 5 skiptið sem hann kemur á spítalann hittir hann ungann heimilislausann dreng (Paul Dano) sem reynt hafði að fremja sjálfsmorð og tekur hann uppá sína arma. Hann lætur hann vinna á barnum og reynir að móta hann eftir sínu höfði en það á eftir að ganga misvel.

Okei mér fannst myndin ágætis afþreying en fannst þó mjög margt vanta uppá. Ætla byrja á að segja að mér fannst Brian Cox og fór á kostum í þessari mynd. Undirstrikar enn betur hversu goður leikari hann er. Hann fékk líka besta hlutverkið og bestu setningarnar og vannauðvitað vel úr þeim og gat ég hlegið mikið af honum.

Reyndar fannst mér hann breytast fullfljótt í væmna gaurinn frá þessum fúla. Bara allt í einu í næsta skoti var hann orðinn allt annar maður. Frekar spes. Mér fannst ég einnig sjá fleiri dæmi um svona reddingar. Þar má t.d nefna þegar bíllinn keyrði yfir heimislausa strákinn þegar hann var að elta öndina. Þetta var bara einum of klisjulegur dauðadagi.

Einnig er ég buinn að vera pæla afhverju hann reiddist Brian Cox ekkert þegar kona stráksins fékk alla peningana hans. Leikstjórinn hefði frekar átt að sleppa því atriði ef hann gat ekki klárað það. Hann sagði í viðtalinu um myndina þegar spurt var útí afhverju við sáum ekki hvað varð um flugfreyjuna. Þá sagði hann að hún hefði ekki það stórt hlutverk í myndinni. Ég get nú ekki alveg verið sammála því og hefði ég allvega viljað sjá eitthver merki um hvað varð um hana. Þótt það hefði ekki verið nema bara hvort hún hefði syrgt mann sinn eða verið að nota hann.. Brian i byrjun en mér var alltaf bara illa við konuna og vel við brian, hún fór það mikið í mig og því er gott að sjá hvað verður um ”vondu konuna”.


Mér fannst endirinn líka fyrirsjáanlegur Nú veit ég ekki hvort hinir í salnum höfðu fattað plottið en ég og báðir vinir mínir sem fóru með mér föttuðu hvað var að fara gerast þegar liðið var soldið á myndina. Nafnið hjálpaði líka alveg til við það. Var byrjaður bara að vona að hann myndi fá hjartað úr öndinni, það hefði allavega komið mér vel á óvart.

Tónlistin fannst mér of þunglamanleg á pörtum. Myndin var nógu þung fyrir en tónlistin gerði hana alveg einum of.

Skotið þegar köttur stráksins var hengdur. Fannst mér það atriði krydda mikið á þeim timapunkti og beið ég heillengi eftir að sjá eitthverja eftirmála af því. En þetta var bara en eitt atriðið sem ekkert var úr. Svo mikið sem ég hefði viljað sjá meira af. Myndin var í of lausu lofti. Ágætis uppkast en of mörg tilgangslaus atriði sem þó væri hægt að gera eitthvað meira og gott úr. Ég skil vel að maður verður sjálfur að túlka myndir þar sem ekki allt kemur fram og fannst mér það t.d sleppa þegar strákurinn talaði við manninn á barnum sem aldrei talaði við neinn. Það átti líklega að sýna hversu vel (strákurinn)Paul Dano náði til fólks. Þetta atriði slapp en i heildina þurfti maður að vera fylla of mikið í skarðið sjálfur.

Ef það væri ekki fyrir hann brian veit ég ekki hver myndin hefði stefnt. Hef ég þó ekkert að setja útá leikarana per se. Voru margir fínir eins og strákurinn (Paul Dano), the stimulator (góður brandari) og fleiri. Konan fannst mér hinsvegar ekki vera að standa sig í stykkinu. Ef maður hinsvegar pælir ekki mikið í myndini er þetta svo sem ágætis ”sjónvarpsglápsmynd” en ekki meira en það og vantar mikið uppá. Góð byrjun en ekki fullkláruð.

Avatar!



Myndin á sér stað á öðrum hnetti (Pandóru) og er aðalleikarinn (lamaður hermaður í bandaríska hernum)fenginn til að fara til pandóru og fá sinn eiginn Avatar. Hann á svo að njósna um ættbálk sem er staddur á hnettinum til að auðvelda hernum að ná í það sem þeim var heitast um. Hermaðurinn verður svo ástfanginn af einni stelpunni í ættbálknum (Neytiri) og blossa útmikil átök milli hersins og ætbálksins.

Ég fór á þessa mynd 2svar. Fyrsta skiptið í þrívídd og svo í tvívídd. Var ég liklega einn af fáum svo fór með litlar væntingar þar sem eg fór með þeim fyrstu og var buinn að heyra litið sem ekkert um hana. Ég var því alveg orðlaus eftir fyrsta skiptið. Tæknibrellurnar stórkoslegar og hljóðið gott, umhverfið og persónurnar litríkar og frumlegar og skemmdi þríviddinn ekki fyrir og var maður alveg kominn inn í einhvern nyjann heim.


Mánuði seinna fór ég svo aftur en í tvívídd þar sem ég var byrjaður að sakna Neytiri allverulega. Nú var ég buinn að venjast umhverfinu og fór að einbeita mér að söguþræðinum. Þá var ekki sama sagann. Mér fannst söguþráðurinn bæði langdregin og klisjulegur og var það kannski ástæðan fyrir að hún vann aðeins tvö óskarsverðlaun. Hún fékk þó verðlaun fyrir tæknibrellur og listræna hönnun og átti hún þau verðlaun fyllilega skilið.

Þrátt fyrir að vera klisjuleg á köflum er þetta frábær skemmtun og sannkallað skylduáhorf og þrátt fyrir að söguþráðurinn sé frekar klisjulegur er þetta svo vel gerð mynd að maður getur alveg gleymt sér í henni. Þetta er alveg án efa flottasta mynd sem ég hef séð en þó langt frá því að vera með betri söguþráðum. Er ég ekkert rosalega spenntur fyrir að sja hana aftur nema þá bara til að hitta Neytiri mína aftur.

Kóngavegur




Myndin eftir Valdísi Óskarsdóttur á sér stað í hjólhýsahýsahverfi og allskonar ævintýrum sem þar eiga stað.

Myndin var ágætis skemmtun. Flestir brandarar fyrir eldra fólk en þó margir hverjir mjög góðir. Mér fannst myndin þó of mikið vera bara samansafn af skotum sem hönnuð voru til að láta fólk hlægja en þegar allt kom til alls vissi maður ekkert hvert myndin var að stefna eða hvað hún var að reyna sýna. Mér fannst myndin aldrei hafa neinn tilgang. Það var engu sem var áorkað í myndinni. Endirinn var líka svo tómur eitthvað. Fjölskyldan flúði pirrandi pabbann þar sem hann sinnti ekki fjölskyldunni og var sýnt frá því en af restinni af fólkinu í hjólhýsahverfinu fannst mér hefði mátt sýna aðeins meira hvað varð af því.



Get hrósað tónlistinni, hún fannst mér góð og sniðugt að hafa alla þessa íslenska tónlist (Björk og fleiri). Þó þurfti ég stundum að reyna átta mig á hvort tónlistin væri í bakrunn eða hún ætti að vera inní myndinni sjálfri. Dæmi: þegar fólkið var að drekka og djamma úti og tónlist var undir. Fyrst var eins og hún væri í bakrunn en svo alltieinu byrjaði fólkið að dansa við hana og engann veginn í takt við tónlistina. Þetta er reyndar ekki mikið mál en þetta fór aðeins í mig.



Annars er hægt að hlægja að þessari mynd en þetta er ekkert mynd sem ég myndi nenna horfa á aftur. Söguþráðurinn er of mikið í lausu lofti fyrir minn smekk.