Monday, November 16, 2009

Some like it hot


Some like it hot er ein frægasta mynd leikstjórans Billy Wilders. Aðaleikarar myndarinnar eru Jack Lemmon (sem i sumum atriðum finnst mer minna á Heath ledger i leik synum i batman td þegar hann hlær), Tony Curtis, George Raft og að ógleymdri Marilyn Monroe sem stendur alltaf fyrir sýnu bæði í útliti og leik.

Myndin fjallar um tvo vini sem eru tónlistarmenn sem lenda í því að verða vitni að morði og fá því glæpamenn á eftir sér. Þeir sjá þá leik á borði og klæða sig upp sem kvenmenn og fara á túr með kvennabandi (s.s túra með þeim). Allt sýnist þetta ætla ganga upp þegar þeir stíga uppí lestina en það er bara lognið á undan storminum. Annar mannanna verður hrifinn af einum hljóðfæraleikaranum (Marilyn Monroe) á meðan hinn fær karlmann til þess að verða ástfanginn af sér og allt vindur þetta uppá sig á skemmtilegann hátt. Fyrir áhorfendur
þá aðalega.

Mér finnst þessi mynd mjög vel gerð. Leikararnir eru góðir og ná vel sýnum karakter, leikstjórn er góð ásamt því að handrit er mjög vel skrifað og nær Billy Wilders framvindu myndarinnar stórvel og hvernig hún magnast upp. Erfitt er að leiðast yfir myndinni og var hægt að hlæja af myndinni nanast allan timann og ekki skritið að myndin var valinn besta grinmyndin á Golden glope. Einnig var myndin tilnefnd til Óskarsverðlauna þetta ár fyrir leikstjórn, handrit, aðalkarlleikara þá er verið að tala um Jack Lemmon, handrit og listræna stjórnun. Myndin vann svo óskarsverðlaun fyrir búninga. Þannig ég er ekkert einn á þessu máli. Mæli með henni, frábær skemmtun.


http://www.youtube.com/watch?v=2OhdD5n405I

Sunday, November 1, 2009

Reykjavík Whale Watching Massacre



Leikstjóri: Júlíus Kemp

Aðalhlutverk: Guðrún Gísladóttir
Helgi Björnsson
Ragnhildur Steinunn
Gunnar Hansen


Umfjöllun: Reykjavík Whale Watching Massacre fjallar um hóp Túrista sem fer
í hvalaskoðun en svo bilar báturinn og þau ná í hjálp. En þetta var
ekki alveg hjálpin sem þau voru að vonast eftir þar sem báturinn sem kom innihélt morðingja sem vildu þau öll dauð. Myndin gengur svo úta túristana annahvort að flýja eða ná ekki að flýja og vera drepin.

Gagnrýni: Ef þessi mynd var gerð sem hryllingsmynd þá tókst hún illa en ef hun var gerð sem grínmynd þá aðeins betur. Fannst hun ekki getað alveg ákveðið hvort hun ætlaði að vera. Splatter atriðin voru mjög óraunveruleg og náði myndin engan tökum á manni og hvað þá að hræða mann. Fannst leikurinn heldur ekki nógu sannfærandi en Helgi Björnsson fannst mér bestur einnig var hægt að hlægja af "syni hans". Hræðslan á fólkinu sjálfu var heldur ekki nogu greinileg. Leiðinlegt að fyrsta Íslenska "hryllingsmyndin" hafi farið svona. Það var þá aðalega sem vantaði að þetta mætti vera raunveruleikara og kannski dass af spúkileika en hún var bara ekkert scary. Til dæmis var hvalaatriðið sem var ekki alveg frekar kjánalegt.

Ástæðan fyrir að ég labbaði ekki útaf þessari mynd var það að hún var mjög fyndin og gat ég hlegið mig máttlausan af sumum atriðunum og hafði ég mjög gaman að. Gallin var að ég var ekki að hlæja með myndinni heldur að henni og hversu asnaleg sum atriðin voru. Annars fannst mér staðsetningin vel metin þar sem ekki er auðvelt að taka upp á rúmsjó. Einnig var myndatakan oft mjög góð og fylaði ég sum skotin i drasl þa sértaklega atriðið með skutulbyssuna. Einnig var gott skot þegar exinvar að snúast í loftinu. Eins og ég segji léleg mynd en hægt að hafa gaman af henni.



Kjánalega hvalaatriðið

Jóhannes




Myndin fjallar um mann að Nafni Jóhannes leikinn af ladda sem er
bæði myndlistakennari og listmálari. myndin gerist yfir einn dag
og fjallar um ólukkudag jóhannesar sem hefst á því að hann
hjálpar stúlku úr vanda eftir að bíllinn hennar eyðileggst. Eitt leiðir
af öðru og endar með að hann lendir í ruglaðuðum kærasta
sem vill hann dauðann, löggunni, vitlausum ungling og dópsala.

Myndin hentar breiðum áhorfendahóp og mátti heyra fólk
á öllum aldri hlæja af myndinni og má þakka ladda
helst fyrir það þar sem hann nær til flestra. Fín skemmtun
og ágætt áhorf en þetta er nú
samt ekkert meistaraverk.Mér fannst myndin hins vegar frekar mikið i lausu lofti. Gengur eignlega bara
útá að láta fólk hlæja en ekkert meir. Ekki alltaf mikið samhengi. oft mikið samansafn
af klippum sem hafa engan sértakan tilgang i myndinni má þá nefna
gömlu konurnar sem var þó mjög gaman af en gera voða litið fyrir
tilgang myndarinn. Fannst líka vandamálin leysast aðeins
of hratt i myndinni. Alltí einu var bara allt i lagi. Fannst þeir reyna redda
vandamálunum á of stuttum tíma eins og þeir hefðu ekki meiri tíma.

Bæði laddi og Stefán karl stóðu fyrir sínu en ef við tölum aðeins
um Unni Birnu þá hefur hún kannski rétta útitið í myndina. Eða ekkert
kannski, hún er alltof heit
en um leið og hún byrjaði að tala þá missti persónan sem hún lék
alla sannfæringu þannig best hefði verið að hun hefði ekki talað
og haldið bara áfram að vera falleg. Stundum var eins og hún væri
að lesa af handritinu staðinn fyrir að leika. Myndataka og hljóð var ekki til fyrimyndar enda
tekin upp á 15 dögum ss Ágætis sjónvarpsmynd en
ekkert meira en það.