Monday, November 16, 2009
Some like it hot
Some like it hot er ein frægasta mynd leikstjórans Billy Wilders. Aðaleikarar myndarinnar eru Jack Lemmon (sem i sumum atriðum finnst mer minna á Heath ledger i leik synum i batman td þegar hann hlær), Tony Curtis, George Raft og að ógleymdri Marilyn Monroe sem stendur alltaf fyrir sýnu bæði í útliti og leik.
Myndin fjallar um tvo vini sem eru tónlistarmenn sem lenda í því að verða vitni að morði og fá því glæpamenn á eftir sér. Þeir sjá þá leik á borði og klæða sig upp sem kvenmenn og fara á túr með kvennabandi (s.s túra með þeim). Allt sýnist þetta ætla ganga upp þegar þeir stíga uppí lestina en það er bara lognið á undan storminum. Annar mannanna verður hrifinn af einum hljóðfæraleikaranum (Marilyn Monroe) á meðan hinn fær karlmann til þess að verða ástfanginn af sér og allt vindur þetta uppá sig á skemmtilegann hátt. Fyrir áhorfendur
þá aðalega.
Mér finnst þessi mynd mjög vel gerð. Leikararnir eru góðir og ná vel sýnum karakter, leikstjórn er góð ásamt því að handrit er mjög vel skrifað og nær Billy Wilders framvindu myndarinnar stórvel og hvernig hún magnast upp. Erfitt er að leiðast yfir myndinni og var hægt að hlæja af myndinni nanast allan timann og ekki skritið að myndin var valinn besta grinmyndin á Golden glope. Einnig var myndin tilnefnd til Óskarsverðlauna þetta ár fyrir leikstjórn, handrit, aðalkarlleikara þá er verið að tala um Jack Lemmon, handrit og listræna stjórnun. Myndin vann svo óskarsverðlaun fyrir búninga. Þannig ég er ekkert einn á þessu máli. Mæli með henni, frábær skemmtun.
http://www.youtube.com/watch?v=2OhdD5n405I
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 stig.
ReplyDelete