Sunday, November 1, 2009

Jóhannes




Myndin fjallar um mann að Nafni Jóhannes leikinn af ladda sem er
bæði myndlistakennari og listmálari. myndin gerist yfir einn dag
og fjallar um ólukkudag jóhannesar sem hefst á því að hann
hjálpar stúlku úr vanda eftir að bíllinn hennar eyðileggst. Eitt leiðir
af öðru og endar með að hann lendir í ruglaðuðum kærasta
sem vill hann dauðann, löggunni, vitlausum ungling og dópsala.

Myndin hentar breiðum áhorfendahóp og mátti heyra fólk
á öllum aldri hlæja af myndinni og má þakka ladda
helst fyrir það þar sem hann nær til flestra. Fín skemmtun
og ágætt áhorf en þetta er nú
samt ekkert meistaraverk.Mér fannst myndin hins vegar frekar mikið i lausu lofti. Gengur eignlega bara
útá að láta fólk hlæja en ekkert meir. Ekki alltaf mikið samhengi. oft mikið samansafn
af klippum sem hafa engan sértakan tilgang i myndinni má þá nefna
gömlu konurnar sem var þó mjög gaman af en gera voða litið fyrir
tilgang myndarinn. Fannst líka vandamálin leysast aðeins
of hratt i myndinni. Alltí einu var bara allt i lagi. Fannst þeir reyna redda
vandamálunum á of stuttum tíma eins og þeir hefðu ekki meiri tíma.

Bæði laddi og Stefán karl stóðu fyrir sínu en ef við tölum aðeins
um Unni Birnu þá hefur hún kannski rétta útitið í myndina. Eða ekkert
kannski, hún er alltof heit
en um leið og hún byrjaði að tala þá missti persónan sem hún lék
alla sannfæringu þannig best hefði verið að hun hefði ekki talað
og haldið bara áfram að vera falleg. Stundum var eins og hún væri
að lesa af handritinu staðinn fyrir að leika. Myndataka og hljóð var ekki til fyrimyndar enda
tekin upp á 15 dögum ss Ágætis sjónvarpsmynd en
ekkert meira en það.

1 comment: