Sunday, November 1, 2009

Reykjavík Whale Watching Massacre



Leikstjóri: Júlíus Kemp

Aðalhlutverk: Guðrún Gísladóttir
Helgi Björnsson
Ragnhildur Steinunn
Gunnar Hansen


Umfjöllun: Reykjavík Whale Watching Massacre fjallar um hóp Túrista sem fer
í hvalaskoðun en svo bilar báturinn og þau ná í hjálp. En þetta var
ekki alveg hjálpin sem þau voru að vonast eftir þar sem báturinn sem kom innihélt morðingja sem vildu þau öll dauð. Myndin gengur svo úta túristana annahvort að flýja eða ná ekki að flýja og vera drepin.

Gagnrýni: Ef þessi mynd var gerð sem hryllingsmynd þá tókst hún illa en ef hun var gerð sem grínmynd þá aðeins betur. Fannst hun ekki getað alveg ákveðið hvort hun ætlaði að vera. Splatter atriðin voru mjög óraunveruleg og náði myndin engan tökum á manni og hvað þá að hræða mann. Fannst leikurinn heldur ekki nógu sannfærandi en Helgi Björnsson fannst mér bestur einnig var hægt að hlægja af "syni hans". Hræðslan á fólkinu sjálfu var heldur ekki nogu greinileg. Leiðinlegt að fyrsta Íslenska "hryllingsmyndin" hafi farið svona. Það var þá aðalega sem vantaði að þetta mætti vera raunveruleikara og kannski dass af spúkileika en hún var bara ekkert scary. Til dæmis var hvalaatriðið sem var ekki alveg frekar kjánalegt.

Ástæðan fyrir að ég labbaði ekki útaf þessari mynd var það að hún var mjög fyndin og gat ég hlegið mig máttlausan af sumum atriðunum og hafði ég mjög gaman að. Gallin var að ég var ekki að hlæja með myndinni heldur að henni og hversu asnaleg sum atriðin voru. Annars fannst mér staðsetningin vel metin þar sem ekki er auðvelt að taka upp á rúmsjó. Einnig var myndatakan oft mjög góð og fylaði ég sum skotin i drasl þa sértaklega atriðið með skutulbyssuna. Einnig var gott skot þegar exinvar að snúast í loftinu. Eins og ég segji léleg mynd en hægt að hafa gaman af henni.



Kjánalega hvalaatriðið

1 comment: