Tuesday, December 1, 2009

Butterfly Effect


Ég ákvað að skella Butterfly Effect í tækið eftir að ekki hafa séð hana í nokkur ár. Myndin er gerð af Eric Bress sem erhandritshöfundur Final destination og Mackye Gruber en hún gengur útá að Aðaleikarinn Evan Treborn leikinn af Ashton Kutcher er með sértstakann heilasjúkdóm sem gengur útá að hann fær blackout þegar slæmir hlutir gerast. Hann fer til læknis útaf þessu vandamáli og hann segir honum að skrifa dagbók sem hann gerir. Seinna þegar hann er kominn i heimavistaskóla þá er hann ekki búinn að fá blackot i mörg ár kemst hann að því að þegar hann les hana fer hann þar sem atrburðirnir í dagbókinni gerast. Þegar hann hittir svo gamla kærustu og hann rifjar upp fyrir henni hluti sem leiða til þess að hún fremur sjálfsmorð. Hann notfærir sér þá dagbókinna til að fara aftur í tímann og storkar örlögunum. Þá fara hjólin að rúlla. Ætla nú ekki að spilla neinu en þið skiljið hvert ég er að fara. Þess má geta að að myndin er byggð á óreiðukenningunni sem gengur útá að fiðrildi í Asíu geta valdið Fellibyljum í Afríku. Þegar ég ákvað að horfa hana í fyrsta skiptið bjóst ég ekki við miklu þar sem Asthon Kutcher var að fara með þetta hlutverk en ég hafði rangt fyrir mér og sannaði hann í þessari að hann getur lika leikið alvarleg hlutverk. Krakkarnir sem áttu að leika aðalleikarana á yngri árum stóðu sig líka með prýði ekki það að ég hafi eitthvað sérstakt að setja útá aukaleikarana. Myndin fannst mér frábær. Mér fannst Eric og Gruber takast vel í þessu verkefni og var leikstjórnin góð og handritið flott. Hugmyndin að þessari mynd er auðveldlega hægt að klúðra og getur orðið klisjukennd og leiðinleg en þeim tókst frábærlega og voru skemmtilegar pælingar út alla myndina og vantaði síður en svo skemmtanagildi í myndina. Endirinn fannst mér líka mjög góður og átakanlegur og bauð það uppá framhald myndarinnar þrátt fyrir að svona framhöld geta oft bara eyðilagt og gerði það í þetta skiptið. Næstu 2 myndir voru ekki með sömu leikurum og voru ekkert framhald af fyrstu myndinni og ekki jafngóðar. Hefðu frekar átt bara að sleppa næstu 2 myndum. En þessi var frábær og ég er skylduáhorf!

1 comment: