Tuesday, December 1, 2009
Dogthooth
Ég ákvað loksins að skrifa um þessa stórskrítnu mynd Dogtooth. Ég fór á hana á Riff á sínum tíma og er erfitt að pæla ekki mikið í þessu undarlegu verki. Myndin fjallar um foreldra sem ofvernda börnin sín nema þau ganga skrefinu lengra og banna þeim að fara út fyrir garðinn ein á báti án þess að vera í bíl. Þau sannfæra börnin um að fyrir utan girðinguna sé illur heimur t.d kettir sem eru bannvænir. Þau ljúga einnig að börnunum sínum að flugvélar séu bara lítil leikföng hátt uppi og fleira jafn undarlegt. Einnig fá þau hóru til að fullnægja syni þeirra þrátt fyrir að systurnar komu óhugnalega nálægt því máli. Flestir kannski myndu segja að þetta væri asnaleg og skrítinn mynd. Ég neita því ekkert en mér finnst hún alveg nokkuð góð á sinn hátt. Ekki endilega það að hún sé eitthvað mikið meistaraverk heldur er þetta góð skemmtun. I fyrsta lagi var hún mjög fyndin og var langt því frá að vera með eitthvern típískan húmor en kannski það besta við þessa mynd var hversu skemmtilega pínlegt og skrítið andrúmsloft hún náði að mynda eftir sum atriðin í bíósalnum sem komu fólki vægast sagt á óvart og leið fólki hálfvandræðalega eftir myndina. Þannig ég ætla vera djarfur og segja að þetta hafi verið góð mynd. Ekki kannski skylduáhorf en skrítið áhorf.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 stig.
ReplyDelete