Wednesday, March 31, 2010

Mama gogo



Myndin fjallar um konu sem heitir Gógó en hún greinist með Alzheimer og er fjallað um baráttu hennar við þann sjúkdóm. Einnig er fjallað um son hennar en hann á erfitt með að fjármagna nýjustu mynd sína sem heitir Börn náttúrunnar.

Mér fannst myndin ekki ná vel til mín. Fannst hún svo sem ágætlega unnin og var hún flott og allt það. Einnig voru leikararnir góðir og þá sértaklega Hilmir Snær Guðnason enda klikkar hann ekki. Fannst hann alveg bjarga myndinni. Annars fannst mér myndin frekar súr og niðurdrepandi. Sem hefði kannski sloppið að einhverju marki ef hún hefði verið eitthvað áhrifarík. Mér fannst hann ekki koma nógu vel að þessu máli og fljotlega hætti eg að hugsa um hana. Það gerði það að verkum að maður hafði ekki mikla samúð með manneskjunni. Annars er þetta kannski mynd ekki fyrir minn aldurshóp og hentar frekar eldri fólki. Friðrik hefur átt sína “slagara” eins og Djöflaeyjuna en þetta er allavega ekki einn af þeim

1 comment: