Wednesday, March 31, 2010

The good heart!


Myndin fjallar um fúlann og súrann bareiganda sem hefur 5 sinnum fengið hjartáfall, 5 skiptið sem hann kemur á spítalann hittir hann ungann heimilislausann dreng (Paul Dano) sem reynt hafði að fremja sjálfsmorð og tekur hann uppá sína arma. Hann lætur hann vinna á barnum og reynir að móta hann eftir sínu höfði en það á eftir að ganga misvel.

Okei mér fannst myndin ágætis afþreying en fannst þó mjög margt vanta uppá. Ætla byrja á að segja að mér fannst Brian Cox og fór á kostum í þessari mynd. Undirstrikar enn betur hversu goður leikari hann er. Hann fékk líka besta hlutverkið og bestu setningarnar og vannauðvitað vel úr þeim og gat ég hlegið mikið af honum.

Reyndar fannst mér hann breytast fullfljótt í væmna gaurinn frá þessum fúla. Bara allt í einu í næsta skoti var hann orðinn allt annar maður. Frekar spes. Mér fannst ég einnig sjá fleiri dæmi um svona reddingar. Þar má t.d nefna þegar bíllinn keyrði yfir heimislausa strákinn þegar hann var að elta öndina. Þetta var bara einum of klisjulegur dauðadagi.

Einnig er ég buinn að vera pæla afhverju hann reiddist Brian Cox ekkert þegar kona stráksins fékk alla peningana hans. Leikstjórinn hefði frekar átt að sleppa því atriði ef hann gat ekki klárað það. Hann sagði í viðtalinu um myndina þegar spurt var útí afhverju við sáum ekki hvað varð um flugfreyjuna. Þá sagði hann að hún hefði ekki það stórt hlutverk í myndinni. Ég get nú ekki alveg verið sammála því og hefði ég allvega viljað sjá eitthver merki um hvað varð um hana. Þótt það hefði ekki verið nema bara hvort hún hefði syrgt mann sinn eða verið að nota hann.. Brian i byrjun en mér var alltaf bara illa við konuna og vel við brian, hún fór það mikið í mig og því er gott að sjá hvað verður um ”vondu konuna”.


Mér fannst endirinn líka fyrirsjáanlegur Nú veit ég ekki hvort hinir í salnum höfðu fattað plottið en ég og báðir vinir mínir sem fóru með mér föttuðu hvað var að fara gerast þegar liðið var soldið á myndina. Nafnið hjálpaði líka alveg til við það. Var byrjaður bara að vona að hann myndi fá hjartað úr öndinni, það hefði allavega komið mér vel á óvart.

Tónlistin fannst mér of þunglamanleg á pörtum. Myndin var nógu þung fyrir en tónlistin gerði hana alveg einum of.

Skotið þegar köttur stráksins var hengdur. Fannst mér það atriði krydda mikið á þeim timapunkti og beið ég heillengi eftir að sjá eitthverja eftirmála af því. En þetta var bara en eitt atriðið sem ekkert var úr. Svo mikið sem ég hefði viljað sjá meira af. Myndin var í of lausu lofti. Ágætis uppkast en of mörg tilgangslaus atriði sem þó væri hægt að gera eitthvað meira og gott úr. Ég skil vel að maður verður sjálfur að túlka myndir þar sem ekki allt kemur fram og fannst mér það t.d sleppa þegar strákurinn talaði við manninn á barnum sem aldrei talaði við neinn. Það átti líklega að sýna hversu vel (strákurinn)Paul Dano náði til fólks. Þetta atriði slapp en i heildina þurfti maður að vera fylla of mikið í skarðið sjálfur.

Ef það væri ekki fyrir hann brian veit ég ekki hver myndin hefði stefnt. Hef ég þó ekkert að setja útá leikarana per se. Voru margir fínir eins og strákurinn (Paul Dano), the stimulator (góður brandari) og fleiri. Konan fannst mér hinsvegar ekki vera að standa sig í stykkinu. Ef maður hinsvegar pælir ekki mikið í myndini er þetta svo sem ágætis ”sjónvarpsglápsmynd” en ekki meira en það og vantar mikið uppá. Góð byrjun en ekki fullkláruð.

1 comment:

  1. Þessar athugasemdir eiga alveg rétt á sér þótt þetta hafi alls ekki truflað mig svona mikið. Ég held að þetta hafi eitthvað með það að gera hvernig Dagur Kári vinnur handritið. Nú man ég ekki hvort þú varst kominn þegar hann talaði um það, en hann tvinnar yfirleitt handritin sín saman úr mörgum litlum sögum frekar en að þetta sé ein samfelld saga frá byrjun. Þannig verða til mörg skemmtileg augnablik (eins og brokkolí-prumpið), en kannski ekki eins sterk heild. Enda myndi ég segja að The Good Heart snúist um persónur og stemningu miklu frekar en einhverja sögu eða fléttu.

    Fín færsla. 7 stig.

    ReplyDelete