Wednesday, March 31, 2010

Kóngavegur




Myndin eftir Valdísi Óskarsdóttur á sér stað í hjólhýsahýsahverfi og allskonar ævintýrum sem þar eiga stað.

Myndin var ágætis skemmtun. Flestir brandarar fyrir eldra fólk en þó margir hverjir mjög góðir. Mér fannst myndin þó of mikið vera bara samansafn af skotum sem hönnuð voru til að láta fólk hlægja en þegar allt kom til alls vissi maður ekkert hvert myndin var að stefna eða hvað hún var að reyna sýna. Mér fannst myndin aldrei hafa neinn tilgang. Það var engu sem var áorkað í myndinni. Endirinn var líka svo tómur eitthvað. Fjölskyldan flúði pirrandi pabbann þar sem hann sinnti ekki fjölskyldunni og var sýnt frá því en af restinni af fólkinu í hjólhýsahverfinu fannst mér hefði mátt sýna aðeins meira hvað varð af því.



Get hrósað tónlistinni, hún fannst mér góð og sniðugt að hafa alla þessa íslenska tónlist (Björk og fleiri). Þó þurfti ég stundum að reyna átta mig á hvort tónlistin væri í bakrunn eða hún ætti að vera inní myndinni sjálfri. Dæmi: þegar fólkið var að drekka og djamma úti og tónlist var undir. Fyrst var eins og hún væri í bakrunn en svo alltieinu byrjaði fólkið að dansa við hana og engann veginn í takt við tónlistina. Þetta er reyndar ekki mikið mál en þetta fór aðeins í mig.



Annars er hægt að hlægja að þessari mynd en þetta er ekkert mynd sem ég myndi nenna horfa á aftur. Söguþráðurinn er of mikið í lausu lofti fyrir minn smekk.

1 comment: