Wednesday, March 31, 2010

Avatar!



Myndin á sér stað á öðrum hnetti (Pandóru) og er aðalleikarinn (lamaður hermaður í bandaríska hernum)fenginn til að fara til pandóru og fá sinn eiginn Avatar. Hann á svo að njósna um ættbálk sem er staddur á hnettinum til að auðvelda hernum að ná í það sem þeim var heitast um. Hermaðurinn verður svo ástfanginn af einni stelpunni í ættbálknum (Neytiri) og blossa útmikil átök milli hersins og ætbálksins.

Ég fór á þessa mynd 2svar. Fyrsta skiptið í þrívídd og svo í tvívídd. Var ég liklega einn af fáum svo fór með litlar væntingar þar sem eg fór með þeim fyrstu og var buinn að heyra litið sem ekkert um hana. Ég var því alveg orðlaus eftir fyrsta skiptið. Tæknibrellurnar stórkoslegar og hljóðið gott, umhverfið og persónurnar litríkar og frumlegar og skemmdi þríviddinn ekki fyrir og var maður alveg kominn inn í einhvern nyjann heim.


Mánuði seinna fór ég svo aftur en í tvívídd þar sem ég var byrjaður að sakna Neytiri allverulega. Nú var ég buinn að venjast umhverfinu og fór að einbeita mér að söguþræðinum. Þá var ekki sama sagann. Mér fannst söguþráðurinn bæði langdregin og klisjulegur og var það kannski ástæðan fyrir að hún vann aðeins tvö óskarsverðlaun. Hún fékk þó verðlaun fyrir tæknibrellur og listræna hönnun og átti hún þau verðlaun fyllilega skilið.

Þrátt fyrir að vera klisjuleg á köflum er þetta frábær skemmtun og sannkallað skylduáhorf og þrátt fyrir að söguþráðurinn sé frekar klisjulegur er þetta svo vel gerð mynd að maður getur alveg gleymt sér í henni. Þetta er alveg án efa flottasta mynd sem ég hef séð en þó langt frá því að vera með betri söguþráðum. Er ég ekkert rosalega spenntur fyrir að sja hana aftur nema þá bara til að hitta Neytiri mína aftur.

1 comment: