Friday, April 16, 2010

28 weeks later

28 days var later var góð og vel gerð mynd en samt einum of hrá. 28 weeks later hefur greinilega verið dýrari og þar voru ekki margar hindranir peningalega séð
og var hægt að taka þessa mynd skrefinu lengra. Skemmtanagildið var uppá sitt
besta og var maður á nálinni allann tímann. Einnig voru verurnar raunverulegri
og sviðsetning góð.

Leikararnir voru reyndar ekkert það besta sem ég hef séð en flestir hverjir stóðu vel fyrir sýnu.

Tónlistin fannst mér frábær og fannst mér passa mjög vel við. Finnst tónlist skipta mjög miklu máli í myndum og geta gefið gæfumuninn. Jók spennunna þegar við átti og eitthvað um flott rokkuð lög sem gerðu myndina nettari fyrir vikið.

Byrjar á mjög magnþrungnu atriði sem byrjar þannig að fólkið er buið að loka sig frá verunum en með því að hleypa litlum krakka inn í húsið finna verurnar mennina (massívt bregðuatriði) og er aðalpersónan tæpari en egg að ná að flýja á meðan hin eru ekki öll jafn heppin. Þarna strax byrjaði myndin að ná til manns og hélt manni svo á nálunum allan tímann. Frábær mynd.

1 comment: