Monday, April 12, 2010

I am legend



Leikstjórinn:
Ætla fjalla aðeins um leikstjóra myndarinnar en hann fæddist í Vienna í Ástralíu. Faðir hans var eðlisfræðingur og kenndi eðlisfræði. Þegar hann var 3 ára fluttist hann svo til Los Angeles. Hann vann sem aðstoðarmyndatökumaður (vá langt orð) ásamt því að sækja Marymount kvikmmyndaskólann. Seinna kynntist hann svo fyrrverandi bekkjarfélaga honum Mike Rosen og hjálpaði hann honum með tónlistarmyndbönd fyrir hljómsveitina Tidal ForceTidal Force (reyndi að fletta henni á youtube en fann hana ekki). Þetta gekk eins og í sögu og fór þá að vinna með stærri nöfnum og má þá nefna Aerosmith (mjög gott band), Jennifer Lopez, Britney spears, Pink, lady gaga og vann einnig að auglýsingum með coca-cola, McDonalds og fleiri fyritækjum.
Svo árið 2007 gerði hann myndina I Am Legend en hún er byggð á bók eftir Richard Matheson.


Um Myndina:
Hún gerist í New York og fjallar um vísindamanninn Rovbert Neville sem leikinn er af Will Smith en hann er eini íbúinn (að hann heldur) sem er á lífi en afgangurinn hefur annahvort dáið eða umbreyst í eitthver hræðilegar ófreskjur ef svo má kalla. Eini sem hann getur talað við er hundurinn hans. Myndin svo gengur útá hann að reyna finna mótefni gegn þessum hræðilega vírus og reyna finna fleiri manneskjur.

Will Smith er goður leikari og stendur alltaf fyrir sýnu. Leikmyndin var lika raunveruleg og mörg atriðin mjög góð.
Dæmi: Þegar hann festir sig í reipinu og það er farið að dimma (ég varð spenntur)
Lokatriðið þegar hann sprengdi sjalfan sig i loft upp
Í búðinni þegar hann talaði við pappafólk sem syndi hversu einmanna hann var orðinn

Hinsvegar fannst mér verurnar ekki nogu raunveruleikar. Bæði hvernig þær litu út og hegðuðu sér. Stundum áttu þær að vera voða heimskar og vera hálfkonar uppvakningar en stundum var eins og þær voru gæddar miklum gáfum (meikaði ekki mikinn sense).

Þessi mynd er byggð upp á svipaðann hátt og myndirnar 28 days later og 28weeks later sem komu á undann sem er nu alltilagi en mér fannst bara þá sérstaklega 28 weeks later bara heppnast miklu betur en I am legend en þar er einmitt svipaður vírus að ganga ef ekki alveg eins og er verið að berjast gegn honum. Miklu betur útfærð.


Tonlistin í 28 weeks later er þyngri, dimmari, betri og áhrifaríkari

- Persónurnar eru mun raunverulegri

- Raunverulegri bragur

- Betri bregðuatriði

- Epískari og meiri í sniðum einhvernvegin




Fer betur í þetta í blogginu hér á eftir um 28 weeks later frekar en 28 days later.

Þessi mynd er ekki jafn "spúki" og hentar því kannski frekar yngri kynslóðinni en ella en stoppaði hana þannig i áhrifaleika myndarinnar fannst mér. Margar goðar hugmyndir eins og ég talaði um áðan og fín áhorf en þegar maður er nybuinn að horfa á "svipaða mynd" sem er miklu betri er ekki hægt að lofa hana mikið.

1 comment:

  1. 6 stig.

    Soldið skrýtið að fjalla um leikstjórann án þess að nefna hann á nafn...

    ReplyDelete