Monday, April 12, 2010

Gagnrýni fyrir kvikmyndagerð

* hvað tókst vel og hvað mætti betur fara

- Ég hafði mjög gaman af kvikmyndagerð í vetur og fékk ekki leið á henni þrátt fyrir hversu marga tíma hún var í viku og er ástæða fyrir því. Það var fjölbreytninni að þakka (blogg, stuttmyndir, bifóferðir, myndir í sal, fræðilegt, verkefni og fleira)

* hvaða hluti námskeiðsins var skemmtilegastur

- Myndi nú segja stuttmyndagerðin og horfa á þær. Væri gaman að peppa upp meiri stemningu i kringum það. Hafa kannski færri myndir i einu hvern tima. Fólk myndi hlakka meira til timanna vitandi þess að syna ætti mynd eftir okkur eða vini okkar. (krakkarnir gætu gefið einkun osofr.. sem þu myndir meta)


* hvaða hluta lærðuð þið mest af eða nýttist ykkur best

- Stuttmyndagerðin. Hefði það samt ekki verið fyrir það fræðilega og allt sem okkur var kennt i kringum stuttmyndagerð hefði stuttmyndagerðin ekki komið að goðum notum. Fjölbreytnin er því svarið mitt aftur.

* hvaða hluta þarf að breyta eða henda alveg út

- Ég veit að það er skemmtilegra að fá að blogga alveg sjálf en svona eitt skyldublogg á mánuði væri gott til að koma fólki af stað. Margir gleyma sér en vilja vel en komast af þvi of seint. 1 skyldublogg á mánuði (eins og þetta) myndi bæta það vandamál til muna.



* hvers söknuðuð þið - hverju þarf að bæta við

- Heildin gerði þetta skemmtilegt en já eins og ég sagði í svarinu hér á undan. Væri skemmtilegt að gera eins konar stemningu i kringum stuttmyndirnar. Fannst sniðugt hja þér að tala um kvikmyndahátiðir og þess háttar. Meira segja væri hægt að era einnhvern atburð niðri kösu eitt kvöldið þar sem myndir okkar væru syndar. Myndi ýta svo undir metnaðinn og fólk myndi hlusta betur á það fræðilega vitandi þess hve mikil pressa væri á myndinni.

Ég er með nokkrar spurningar í viðbót sem væri gott að fá svar við:

* Mér finnst mikilvægt að það séu gerðar a.m.k. 3 stuttmyndir yfir árið. Ég vil ekki fórna maraþonmyndinni, heimildamyndinni eða lokaverkefninu, og raunar myndi ég vilja bæta við einni mynd í viðbót, örmynd, auglýsingu eða tónlistarmyndbandi. Hvernig er hægt að koma þessu öllu fyrir? Væri betra að setja hverjum hópi fyrir frumsýningardag, frekar en að sýna allar myndirnar í einu?

- já ég er sammála þér í því, frumsetningardagur fyrir hvern hóp væri betri kostur. Finnst ekki nogu gott að hrúga þeim öllum á einn dag. Minnkar gildi þeirra finnst mér. Ýtir lika fólki i að mæta i morguntímanna á að hafa eina og eina mynd á morgnanna. Örmynd er mjög goð hugmynd. Hefði eg sjalfur viljað gera tónlistarmyndband (við eitt af mínum lögum td.), þá gætiru farið í tæknina á bakvið það að gera tónlistarmyndband eða auglýsingu. Það þyrfti bara að vera einn tökudagur og hafa frumsyningardag, hvort sem það er synt með annari mynd (maraþonmyndinni eða hvað). Lika væri hægt að hafa þetta til upphækkunnar ef það er of mikið álag ennþá að hafa þetta allt skyldu.

* Er eitthvað sem mætti bæta í stuttmyndaferlinu? Væri betra að myndavélin og tölvan færu alltaf í gegnum mig frekar en beint milli hópa? Á ég að vera harðari á því að koma græjunum til hópanna? Á ég að vera harðari á skiladögum (t.d. hafa skiladag á heimildamyndinni fyrir jól eins og áætlunin gerði ráð fyrir)? Hefði verið betra að hafa skiladag á lokaverkefninu fyrir páska?

- Hef ekki tekið eftir einhverju veseni hjá fólki að skila myndavélinni og tölvunni til næsta hóps. Fer kannski soldið eftir fólki. Finnst þú ekki þurfa vera harðari ef allir þurfa að gera fyrir sama dag. Væri auðveldara ef fólk gerði myndina fyrir mismundandi daga, auðveldara að minna hvern og einn á að nu þurfti að fara gefa í

* Ætti að raða efninu upp öðruvísi? Væri gagnlegra að hafa kvikmyndasöguna fyrir áramót og tengja fyrri fyrirlesturinn kvikmyndasögunni betur?

- Það væri sniðugt, hljómar bæði vel.

* Hvernig má hvetja til meiri og metnaðarfyllri bloggs? Ætti ég að gefa stig fyrir komment til þess að hvetja til meiri umræðu?

- Eins og ég talaði um áðan þá held ég að skyldublogg myndi strax bæta þetta upp, 1 á mánuði. Svo kannski nefna í tíma hverjir þurfa að fara skila inn bloggi og setja aðeins meiri pressu á nemendur. Mættir lika aðeins fara útí hvernig þú vilt blogginn. Annars er þetta allt mjög fínt eins og það er. Allavega þetta er mín skoðun.

1 comment: